Færsluflokkur: Bloggar

Við Álftavatn

Fórum í bústaðinn eftir viðburðaríka og erfiða viku. Nær öll lauf eru fallin af trjám og vetur er ekki langt undan. Það er verið í færri húsum á svæðinu. Í dag var sauðfjársmölun á svæðinu þegar ábúendur á Miðengi smöluðu heimalandið hjá sér.

Djúp lægð (Island tief)

Það fór kaldur gustur um fjármál þjóðarinnar á mánudaginn og aftur blés köldu á þriðjudagskvöld. Við skulum vona að fleiri ótíðindi berist ekki en vissulega er þriðja stoðin að heyja erfiða baráttu. Gera verður ráð fyrir að lífskjör verði fyrir mótlæti en það er okkar að tryggja að mótlætið verði sem mest takmarkað.

Haust í Reykjavík

Sumarið er að kveðja okkur og veturinn er byrjaður að minna á sig. Efnahagsmál taka mikinn tíma hjá þjóðinni og flestir ef ekki allir virðast ætla að leggjast á eitt að leysa þau verkefni sem liggja fyrir. Það hefur oft sýnt sig að þegar á móti blæs þá stendur þjóðin saman og nær ótrúlegum árangri.

Grímsnes

Dvöldum helgina í sumarhúsinu í við Álftavatn. Sumarið er komið og tré orðin laufguð. Nokkrir eftirskjálftar komu í framhaldi af stóra jarðskjálftanum. Veruleg sjáanleg ummerki eftir grjóthrun í Ingólfsfjalli.

Bonn

Bonn er líklega þekktust fyrir að hafa verið höfuðborg/stjórnarsetur Vestur-Þýskalands í 40 ár. Í borginni er lítið fyrirtæki sem nú er 125 ára gamalt og hefur byggt orgel alla sýna tíð. Klais Orgelbau er nú stjórnað fjórðu kynslóð Klais og stýrir Philipp Klais starfseminni í dag. Það er ótrúlegt að kynnast smíði á orgelum því hráefnið sem kemur inn í fyrirtækið eru stór óunnin tré og klumbar af tini og blýi.

Sumarið komið

Það er með ólíkindum hve veðrið er gott. Segja má að sumarið sé einum og hálfum mánuði á unda hefðbundnum tíma. Vissulega getur komið kuldakast í maí svo e.t.v. er rétt að vera við öllu búinn. Í dag voru breytingar á bankamarkaði þegar góður Landsbankamaður tók við skipsstjórn hjá Glitni.

Árið 2006 er senn á enda og ár umbrota 2007 rennur upp

Árið 2006 hefur verið viðburðarríkt og á ég þar sérstaklega við
fjármálamarkaðinn. Þjóðin fékk að reyna það að vera hluti af stærri
heimi en áður hefur verið venjan. Vel tókst til á flestum sviðum en
nokkrir þurfa að átta sig á því að Ísland er ekki lítið lokað hagkerfi
þar sem hægt er að standa fyrir aðgerðum án þess að horfa til stærri
heildar.

Vetur genginn í garð

Eins hefur ekki farið framhjá íbúum á suðvesturlandi þá er vetur genginn í garð. Um síðustu helgi snjóaði á stærstum hluta landsins en suðurlandsundirlendi slapp við snjóþekjuna. Í norðanátt verður oft mjög stjörnubjart í Grímsnesi og er þá hægt að virða fyrir sér óteljandi stjörnur á himni en slíka sjón er nær ógerningur að sjá í stórum hluta vestur-evrópu sökum næturlýsingar.

Minneapolis

Á morgun verður lagt á stað til Minnesota. Heimsækja á æskuslóðir Bjarka og sína bræðrum hans þá staði sem oft hefur verið rætt um. Veðurspáin er þokkalega góð en vetur hefur þegar sótt miðríkin heim í Bandaríkjunum.


Vetur framundan

Viðburðaríkt haust senn að baki.  Tvær skemmtilegar og fróðlegar ferðir voru farnar í haust. Önnur til Feneyja á Ítalíu og hin til Zürich og Luzern í Sviss. Tónlistahús hafa fengið mikla athygli og hefur þá verið horft til allra þátta. Nýja tónlistarhúsið í Luzern hefur borið af en eins verður að gefa Sage í Newcastle góða einkunn. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Haukur Þór Haraldsson
Haukur Þór Haraldsson
Viðskiptafræðingur og Minnesota MBA
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...lli_1282245
  • ...i_verkfalli
  • ...img
  • Weihnachten Bahnhofstrasse
  • ...chweiz_2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband