Frakkar skippuleggja verkföll á sama tíma og EM

Samkvæmt vefsíðunni cestlagreve.fr eru frakkar að skipuleggja allsherjarverkfall 14. júní en EM hefst 10. júní.

frakkar_i_verkfalli_1282245.jpg


Vor handan við hornið

Vorverkin hafin. Búið að kaupa 500 lítra af mold, tengja vatnskrana, klippa tré og sópa sand.

Vetur nálgast

Sláttuvélin komin á sinn stað fyrir veturinn og búið að skrúfa fyrir vatnið í útikrana. Hvort sem manni líkar það betur eða verr er veturinn á næsta leiti. En haustinu fylgja líka skemmtilegir þættir eins og fjárréttir og síðan keppnistímabil í körfu og handbolta.

Menningarfélög og íþróttafélög

Mjög sérkennileg umræða fer nú fram um að auka tekjur menningarfélaga með því að taka tekjur frá íþróttafélögum. Kynnt var skýrsla í byrjun desember s.l. sem sýndi að menning er sjálfstæður undirstöðuatvinnuvegur á Íslandi. Þessi öflugi atvinnuvegur er umfangsmeiri en landbúnaður og fiskveiðar skv. skýrslu Mennta- og menningarráðuneytis (sbr. frétt 1. des. 2010).

Starfsemi íþróttafélaga byggir á gífurlegri sjálfboðavinnu foreldra og velunnara félaganna. Líkt og starfsemi t.d. björgunarsveita, hjálparsamtaka, skógræktarfélaga eru íþróttafélögin háð því að geta skapað umgjörð sem gerir öllu þessu góða fólki mögulegt að starfa í þágu félagana. Það vekur því athygli og undrun þegar talsmenn eins af undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar eru að fara fram á að taka til sín takmarkaðar tekjur íþróttafélaga.

Með öflugum stuðningi borgarbúa og allra landsmanna er verið að ljúka byggingu Hörpu og mun nýja menningarhúsið án efa renna enn styrkari stoðum undir hinn nýja undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar.


Frost, hiti og Hekla

Var fyrir austan fjall í 10 gráðu frosti um helgina. Þó sólin væri lágt og stutt á lofti þá varpaði máninn ótrúlegri birtu fram eftir kvöldi. Þó nokkuð var um flugelda á laugardagskvöldið og ljóst að nokkrir hafa tekið með sér fyrninga frá gamlárskvöldi. Þegar horft var úr sjónaukan á eldfjallið Heklun mátti sjá mjög vel hve mikinn snjó vantar ofarlega í suðurhlíð fjallsins. Þó ætíð sé spennandi að sjá eldgos í Heklu þá óska ég þess að enn verði bið á því. Þjóðin hefur við nóg að glíma þessa dagana og möguleg röskun á millilandaflugi er óæskileg.

Vorstemming í desember

Það var alveg ótrúlegt hvað dagurinn í dag minnti á vorið ef frá er talið hve birtu naut stutt við. Þvottaplön á bensínstöðvum voru vel nýtt í hitanum. Síðustu leifar af klaka og snjó hurfu hratt. Veðurspá gerir áfram ráð fyrir góðu veðri en vonandi kemur hvítur nýfallin snjór rétt fyrir jól.

Jólaljósin komin á sinn stað.

Gatan er að taka á sig jólablæ. Mikið er komið af skreytingum utandyra. Þó verður að segja að heldur hefur dregið úr jólaljósum síðasta áratuginn. Hér áður fyrr var varla til það hús sem ekki var með einhver jólaljós í desember, en nú eru dæmi um hús án ljósa. Vonandi vinna ljósin aftur og viðhalda skemmtilegri stemmingu yfir hátíðarnar.

Sumarið komið og kosningar

Í dag var sumri og fleiri tímamótum fagnað. Grillið var tekið fram og komið fyrir í skjóli fyrir rigningu. Það er vonandi að mildir dagar í apríl gefi meiri fyrirheit um veðrið í sumar en rigningin í dag.Ótrúlegt að aðeins eru tveir dagar til alþingiskosninga. Að öllu óbreyttu verður spennandi að sjá hvernig Jóhönnu og Steingrími tekst að samhæfa sjónarmið flokka sinna og tryggja að allir fulltrúar þeirra gangi í sömu átt. að loknum kosningum.

Jafnvægi í fjölmiðlum

Umfjöllun fjölmiðla er farin að vera í meira jafnvægi og ljóst að nú er spurt spurninga sem þóttu ekki í takt við tíðaranda fyrir nokkrum vikum. Töluvert framboð er af erlendum álitsgjöfum og eru gæði framlaga þeirra mjög misjöfn. Jafnvel má stundum efast um að nauðsynleg heimavinna hafi verið unnin áður en byrjað er að gefa ráð.

Lífeyrissjóðir landsmanna

Nýlega var birt yfirlit á heimasíðu Fjármálaeftirlits (FME) um raunávöxtun og getu sjóða til að greiða lífeyri. Á þessu yfirliti má sjá að sjóðir hafa fylgt mjög mismunandi stefnu og áhrif erfiðleika í efnahagsmálum hafa ólík áhrif á einstaka sjóði. Segja má að tveir lífeyrissjóðir skeri sig úr þegar horft raunávöxtunar og getu sjóðanna til að greiða lífeyrir. Lífeyrissjóðirnir eru líklega ein af verðmætustu eignum landsmanna og mikilvægt að gæta vel að þeim.

Við Álftavatn

Fórum í bústaðinn eftir viðburðaríka og erfiða viku. Nær öll lauf eru fallin af trjám og vetur er ekki langt undan. Það er verið í færri húsum á svæðinu. Í dag var sauðfjársmölun á svæðinu þegar ábúendur á Miðengi smöluðu heimalandið hjá sér.

Djúp lægð (Island tief)

Það fór kaldur gustur um fjármál þjóðarinnar á mánudaginn og aftur blés köldu á þriðjudagskvöld. Við skulum vona að fleiri ótíðindi berist ekki en vissulega er þriðja stoðin að heyja erfiða baráttu. Gera verður ráð fyrir að lífskjör verði fyrir mótlæti en það er okkar að tryggja að mótlætið verði sem mest takmarkað.

Haust í Reykjavík

Sumarið er að kveðja okkur og veturinn er byrjaður að minna á sig. Efnahagsmál taka mikinn tíma hjá þjóðinni og flestir ef ekki allir virðast ætla að leggjast á eitt að leysa þau verkefni sem liggja fyrir. Það hefur oft sýnt sig að þegar á móti blæs þá stendur þjóðin saman og nær ótrúlegum árangri.

Grímsnes

Dvöldum helgina í sumarhúsinu í við Álftavatn. Sumarið er komið og tré orðin laufguð. Nokkrir eftirskjálftar komu í framhaldi af stóra jarðskjálftanum. Veruleg sjáanleg ummerki eftir grjóthrun í Ingólfsfjalli.

Bonn

Bonn er líklega þekktust fyrir að hafa verið höfuðborg/stjórnarsetur Vestur-Þýskalands í 40 ár. Í borginni er lítið fyrirtæki sem nú er 125 ára gamalt og hefur byggt orgel alla sýna tíð. Klais Orgelbau er nú stjórnað fjórðu kynslóð Klais og stýrir Philipp Klais starfseminni í dag. Það er ótrúlegt að kynnast smíði á orgelum því hráefnið sem kemur inn í fyrirtækið eru stór óunnin tré og klumbar af tini og blýi.

Næsta síða »

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Haukur Þór Haraldsson
Haukur Þór Haraldsson
Viðskiptafræðingur og Minnesota MBA
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...lli_1282245
  • ...i_verkfalli
  • ...img
  • Weihnachten Bahnhofstrasse
  • ...chweiz_2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband