Menningarfélög og íþróttafélög

Mjög sérkennileg umræða fer nú fram um að auka tekjur menningarfélaga með því að taka tekjur frá íþróttafélögum. Kynnt var skýrsla í byrjun desember s.l. sem sýndi að menning er sjálfstæður undirstöðuatvinnuvegur á Íslandi. Þessi öflugi atvinnuvegur er umfangsmeiri en landbúnaður og fiskveiðar skv. skýrslu Mennta- og menningarráðuneytis (sbr. frétt 1. des. 2010).

Starfsemi íþróttafélaga byggir á gífurlegri sjálfboðavinnu foreldra og velunnara félaganna. Líkt og starfsemi t.d. björgunarsveita, hjálparsamtaka, skógræktarfélaga eru íþróttafélögin háð því að geta skapað umgjörð sem gerir öllu þessu góða fólki mögulegt að starfa í þágu félagana. Það vekur því athygli og undrun þegar talsmenn eins af undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar eru að fara fram á að taka til sín takmarkaðar tekjur íþróttafélaga.

Með öflugum stuðningi borgarbúa og allra landsmanna er verið að ljúka byggingu Hörpu og mun nýja menningarhúsið án efa renna enn styrkari stoðum undir hinn nýja undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Haukur Þór Haraldsson
Haukur Þór Haraldsson
Viðskiptafræðingur og Minnesota MBA
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...lli_1282245
  • ...i_verkfalli
  • ...img
  • Weihnachten Bahnhofstrasse
  • ...chweiz_2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband