Sumarið komið

Það er með ólíkindum hve veðrið er gott. Segja má að sumarið sé einum og hálfum mánuði á unda hefðbundnum tíma. Vissulega getur komið kuldakast í maí svo e.t.v. er rétt að vera við öllu búinn. Í dag voru breytingar á bankamarkaði þegar góður Landsbankamaður tók við skipsstjórn hjá Glitni.

Árið 2006 er senn á enda og ár umbrota 2007 rennur upp

Árið 2006 hefur verið viðburðarríkt og á ég þar sérstaklega við
fjármálamarkaðinn. Þjóðin fékk að reyna það að vera hluti af stærri
heimi en áður hefur verið venjan. Vel tókst til á flestum sviðum en
nokkrir þurfa að átta sig á því að Ísland er ekki lítið lokað hagkerfi
þar sem hægt er að standa fyrir aðgerðum án þess að horfa til stærri
heildar.

Vetur genginn í garð

Eins hefur ekki farið framhjá íbúum á suðvesturlandi þá er vetur genginn í garð. Um síðustu helgi snjóaði á stærstum hluta landsins en suðurlandsundirlendi slapp við snjóþekjuna. Í norðanátt verður oft mjög stjörnubjart í Grímsnesi og er þá hægt að virða fyrir sér óteljandi stjörnur á himni en slíka sjón er nær ógerningur að sjá í stórum hluta vestur-evrópu sökum næturlýsingar.

Minneapolis

Á morgun verður lagt á stað til Minnesota. Heimsækja á æskuslóðir Bjarka og sína bræðrum hans þá staði sem oft hefur verið rætt um. Veðurspáin er þokkalega góð en vetur hefur þegar sótt miðríkin heim í Bandaríkjunum.


Vetur framundan

Viðburðaríkt haust senn að baki.  Tvær skemmtilegar og fróðlegar ferðir voru farnar í haust. Önnur til Feneyja á Ítalíu og hin til Zürich og Luzern í Sviss. Tónlistahús hafa fengið mikla athygli og hefur þá verið horft til allra þátta. Nýja tónlistarhúsið í Luzern hefur borið af en eins verður að gefa Sage í Newcastle góða einkunn. 


Aftur til starfa

Eftir bestu viku sumarins sunnan lands hefur alvaran og E-mail fyllt upp í tíma tilráðstöfunar.  Verkefni fyrir IR bíða lausnar.

Sumarið komið

Ætla má að sumarið sé komið á Íslandi líkt og reyndin var í Kaupmannahöfn og London í síðustu viku.

Q1 vinna

Mikil vinna enda Q1 þann 1. maí


2. í páskum

Fórum vestur í gær. Hefðbundin páskaeggja leit fór fram hjá yngri kynslóðinni. Borðuðum saman kvöldverð og fórum svo í bæinn.

Laugardagur fyrir páskadag

Fórum í gönguferð um nýtt hverfi við Elliðavatn. Ótrúlega stórt hverfi með glæsilegt útsýni.

Skírdagur

Í dag eru þeir yngri tveir í Búðardal en sá elsti er að læra undir próf.

« Fyrri síða

Um bloggið

Haukur

Höfundur

Haukur Þór Haraldsson
Haukur Þór Haraldsson
Viðskiptafræðingur og Minnesota MBA
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...lli_1282245
  • ...i_verkfalli
  • ...img
  • Weihnachten Bahnhofstrasse
  • ...chweiz_2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband